Ragga Rix sendir frá sér nýtt lag

Ragga Rix sendir frá sér nýtt lag

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 14 ára Akureyringur, sigraði Rímnaflæði 2021 með laginu „Mætt til leiks“. Nú fylgir hún sigrinum eftir með nýju lagi, „Bla bla bla“.

„Lagið er um hvernig það er að vera unglingur í dag, bodyshaming, eitruð vinasambönd og síma veruleikann,“ segir Ragnheiður og bætir við „Það er líka virkilega gaman að vera unglingur og mikið að skemmtilegum tækifærum, ég hvet alla unglinga til að vera skapandi.“

Hér fyrir neðan má sjá og heyra lagið: 

Sambíó

UMMÆLI