Ragnheiður Runólfsdóttir tekur við einu stærsta sundfélagi Svíþjóðar

Ragnheiður Runólfsdóttir tekur við einu stærsta sundfélagi Svíþjóðar

Sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir hefur verið ráðin sem yfirþjálfari hjá einu stærsta sundfélagi Svíþjóðar. Það er blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson á Akureyri sem greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Félagið heitir SO2 og er staðsett í Gautaborg. Ragnheiður hefur verið yfirþjálfari hjá sundfélaginu Óðni á Akureyri undanfarin átta ár.

Hún er nú stödd í Svíþjóð þar sem hún er með SO2 á sænska unglingameistaramótinu. Hún tekur formlega við starfinu þann 1. ágúst.

Ragnheiður var á meðal bestu sundkvenna heims á sínum tíma en hún var valin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1991.

UMMÆLI

Sambíó