Rakel Sigurðardóttir sendir frá sér sitt annað lag

Rakel Sigurðardóttir sendir frá sér sitt annað lag

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir sendi í dag frá sér annað lag sitt. Lagið heitir Our Favourite Line og er nú aðgengilegt á streymiveitum.

Í laginu tiplar Rakel á milli Poppsins og Indie tónlistar með dáleiðandi rödd sinni og kraftmiklu sjálfstrausti.

Sjá einnig: Rakel gefur út lagið Keeping Me Awake

Rakel er fædd og uppalin á Norðurlandi og er ein af upprennandi og spennandi tónlistarfólki sem vert er að fylgjast með frá svæðinu.

Fyrsta EP plata Rakelar sem inniheldur meðal annars lagið Our Favourite Line og fyrsta lag Rakelar, Keeping Me Awake, er væntanleg á árinu.

UMMÆLI