Rebekka ráðin varðstjóri á Dalvík

Rebekka ráðin varðstjóri á Dalvík

Rebekka Rún Sævarsdóttir hefur verið skipuð í stöðu varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra með aðalstarfsstöð á Dalvík. Varðsvæði hennar er austanverður Tröllaskagi, Siglufjörður, Ólafsfjörður og Dalvík. Rebekka þekkir sig vel á svæðinu en hún er fædd og uppalin á Dalvík.

Rebekka er fyrsta konan sem er fastráðin í starf lögregluþjóns á þessu svæði og þar af leiðandi einnig fyrsta konan sem er fastráðin varðstjóri á svæðinu.

„Við óskum Rebekku til hamingju með starfið og farsældar í því um leið og við óskum samfélaginu á Tröllaskaga til hamingju með góða lögreglukonu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó