Reikna með að opna 18. maí þrátt fyrir framkvæmdir

Reikna með að opna 18. maí þrátt fyrir framkvæmdir

Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir að það verði kapphlaup við tímann að ná að klára allar þær framkvæmdir sem eru í gangi í sundlauginni fyrir 18. maí. Þetta kemur fram á Vikudegi.is.

Sundlaugar á Íslandi munu fá leyfi til þess að opna á nýjan leik þann 18. maí eftir samkomubann en frá því að samkomubann hófst hafa verið miklar framkvæmdir í sundlauginni.

Sjá einnig: Tíminn vel nýttur í Sundlaug Akureyrar

„Þetta er mikil vinna og allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum sem fyrst. Hvort náist að ljúka öllu fyrir 18.maí er ekki alveg fyrirséð en engu að síður reiknum við með að opna laugina þann dag ef ekkert breytist varðandi þá dagssetningu frá yfirvöldum,“ segir Elín í samtali við Vikudag.

UMMÆLI