Rekstraraðilar í Hlíðarfjalli biðjast lausnar frá leigusamningi vegna fyrirhugaðara breytinga á vínveitingaleyfi

Rekstraraðilar í Hlíðarfjalli biðjast lausnar frá leigusamningi vegna fyrirhugaðara breytinga á vínveitingaleyfi

Akureyrarbær hefur farið fram á breytingar á vínveitingaleyfi veitingastaðarins í Hlíðarfjalli samkvæmt tilkynningu á Facebook síðu staðarins í dag. Breytingarnar fela í sér að veitingastaðurinn geti ekki selt fólki áfengi sem kaupir miða í Hlíðarfjall í fyrra hollið á virkum dögum þegar fjallið opnar aftur.

Sjá einnig: Hefja sölu á áfengi í Hlíðarfjalli

„Við höfum ekki fengið skýringar á hvaða tilgangi þessar takmarkanir þjóna og ekkert samráð haft við okkur. Þessi stefnubreyting er vægast sagt óvænt, enda hafði Akureyrabær samþykkt tilboð okkar í veitingarekstur sem gekk út á þessa nýbreytni, og við vitum ekki um aðra veitingastaði sem þurfa að banna sölu á bjór til kl 16. Við höfum því ákveðið að hætta sölu á áfengi og beðist lausnar frá leigusamningi á húsnæðinu í skíðahótelinu í Hlíðarfjalli svo að einhver annar geti tekið við og rekið þetta á forsendum Akureyrarbæjar,“ segir í tilkynningunni.

Sjá einnig: Ekki verið að gefa grænt ljós á að skíða undir áhrifum

„Þökkum kærlega fyrir mótttökurnar – við náðum nokkrum góðum dögum saman í COVID-inu. Vonandi opnar fjallið fljótt aftur svo að hægt sé að skíða eitthvað í apríl! kvStarfsfólk veitingastaðarins í Hlíðarfjalli.“

Sjá einnig: Sóley Björk segir sölu á áfengi í Hlíðarfjalli ekki viðeigandi

UMMÆLI