Rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri tryggður til áramóta

Rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri tryggður til áramóta

Nú stefnir allt í það að göngudeild SÁÁ á Akureyri verður opnuð að nýju. Í gær skrifuðu forsvarsmenn Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ undir þjónustusamning um göngudeildarþjónustu á Akureyri og í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Göngudeildin verður opnuð að nýju þegar ráðherra hefur lagt blessun sína yfir samninginn. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ segir að samningurinn geri þeim kleift að bæta þjónustu göngudeilda í samtali við RÚV.

Reksturinn á Akureyri er nú tryggður að minnsta kosti til næstu áramóta þegar gildistíma samningsins lýkur. Nánari upplýsingar um málið má nálgast á vef RÚV með því að smella hér.


UMMÆLI