Reykjavík Kabarett snýr aftur til AkureyrarMynd: Auðunn Níelsson.

Reykjavík Kabarett snýr aftur til Akureyrar

Reykjavík Kabarett heimsækir Akureyri í annað sinn en að þessu sinni er það glæný sýning og atriði sem blanda saman kabarett, sirkus, burlesque, töfrum og dragi. Þeir sem standa fyrir sýningunni segja það frábært að koma til Akureyrar í kjölfarið af stórkostlegri sýningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kabarett, með kabarettsýningu. Sýningin verður haldin í Samkomuhúsinu 29. og 30. mars og er bönnuð innan 18 og þeim sem hræðast undur mannslíkamans. 
 

Með í för verða:
Gógó Starr, akureyrska drag-undrið;
Margrét Maack, burlesquedrottning Íslands;
Maísól, kabaretta og sprellikerling;
Lárus Blöndal, töframaður og skemmtikraftur;
Eyrún Ævarsdóttir, loftfimleikadís;
Jóakim Kvaran, sirkuslistamaður;
og Skarphéðinn frá Fljótstungu, dragkóngur.

Sambíó

UMMÆLI