Róa árabát frá Hjalteyri til Akureyrar til styrktar SÁÁ

Róa árabát frá Hjalteyri til Akureyrar til styrktar SÁÁ

Góðgerðaviku Menntaskólans á Akureyri lauk um helgina en nemendur eru þó enn að reyna að ná settu marki til styrktar göngudeild SÁÁ á Akureyri. Markmiðið var ein milljón króna en nú hafa safnast um 900 þúsund krónur.

Nú er í gangi lífróður frá Hjalteyri til Akureyrar. Þrettán nemendur lögðu af stað frá Hjalteyri snemma í morgun í fylgd þriggja reynslubolta frá Siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri. Hlutverk þeirra er að tryggja að allir komist heim heilu og höldnu úr róðrinum. Aðstæður til siglingar eru góðar.

Sjá einnig: Góðgerðarvika nemenda í MA – Safna fyrir göngudeild SÁÁ

Enn er hægt að veita söfnuninni lið og aðstoða þannig nemendur við að klífa milljón króna múrinn. Hver fer þó að verða síðastur því hér er líklega um síðasta framlag nemenda að ræða í góðgerðarviku þessa árs.

Kt: 4709972229
Rnr: 0162-15-382074
Kass: 690 55017 
Aur: 123 690 5017

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá róðrinum.

UMMÆLI