Gangi áætlanir líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði eftir munu allt að 100 manns starfa hjá því innan fimm ára. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Róbert Guðfinnsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í samtali við blaðið að mikil tækifæri felist í fyrirtækinu. Hann segir jafnframt að ef hann verði ekki búinn að skapa 80 til 100 störf í fyritækinu eftir 4-5 ár líti hann svo á að honum hafi mistekist. Starfsemi fyrirtækisins er á Siglufirði en þar starfa nú 15 starfsmenn.
Róbert segir að nauðsynlegt sé að stórauka fjárfestingar í rannsóknum og þróun til að vinna meiri verðmæti úr því sem framleitt sé á Íslandi. Mikil vinna sé framundan, og allir þurfi að leggjast á eitt og róa í sömu átt.
UMMÆLI