Rúmlega 400 bólusettir á slökkvistöðinni í gærMynd: Slökkviliðið á Akureyri

Rúmlega 400 bólusettir á slökkvistöðinni í gær

Í gær voru rúmlega 400 manns bólusettir á slökkvistöðinni á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu Slökkviliðsins á Akureyri.

Í tilkynningunni segir að gærdagurinn hafi verið góður dagur. „Frábært samstarf HSN, Slökkviliðs Akureyrar og Lögreglunnar heldur áfram.“

Í vikunni komu 720 skammtar af Pfizer bóluefninu til HSN. Nú er verið að nýta þá í að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu fyrri skammt dagana 2.-5. mars.

Sjá nánar: Næstu bólusetningar á Norðurlandi með Pfizer bóluefninu

UMMÆLI