Rúmlega þúsund manns á HríseyjarhátíðinniMynd: María Helena Tryggvadóttir

Rúmlega þúsund manns á Hríseyjarhátíðinni

Hríseyjahátíðinni lauk á sunnudag. Rétt rúmlega þúsund manns sóttu Hrísey heim á þessum dögum og segja má að íbúafjöldinn hafi áttfaldast um helgina.

Fjölbreytt dagskrá var á hátíðinni. Í félagsheimilinu Sæborg var skemmtidagskrá alla helgina, heima í görðum Hríseyinga var boðið upp á garðakaffi þá var haldið rabarbarafestival og klukkustrengjasýning, óvissuferðir, ratleikur og tónleikar.

Hápunktur hátíðarinnar var á laugardeginum þegar boðið var upp á dagskrá í dásemdarblíðu og sól á hátíðarsvæðinu með tónlist og viðburðum á sviði, kaffisölu, hópakstri traktora, kvöldvöku, varðeldi og síðan dansað fram á nótt.

Á vef Akureyrarbæjar má sjá myndir sem að María Helena Tryggvadóttir tók á hátíðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó