Rúnar Eff besti karlkyns flytjandinn á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum

Mynd: N4.is

Rúnar Eff var valinn besti karkyns flytjandinn á Texas sounds, „International country music awards“ tónlistarhátíðinni á dögunum. Þá var hljómsveit hans valinn hljómsveit ársins.

Rúnar Eff hefur undanfarið ferðast með hljómsveit sinni um Bandaríkin og m.a. farið til Nashville, Memphis, Austin og Houston. Hljómsveitin endaði ferðalagið í Jefferson á Texas sounds.

Rúnar Eff segir að þeir séu rosalega ánægðir með árangurinn í samtali við sjónvarpsstöðina N4. „Fyrir það fyrsta þá er það bara frábært að einhver tónlistarhátið í bandaríkjunum skuli hafa fundið músíkina mína á netinu og viljað fá okkur til að spila. „Male vocalist of the year“ verðlaunin  eru svo bara algjör bónus, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. En það kom mér minna á óvart að hljómsveitin hafi svo fengið verðlaun líka. Ég er náttúrulega afskaplega heppinn með band, þeir eru allir frábærir hljóðfæraleikarar og topp drengir.“

 

UMMÆLI