Rúnar Eff sendir frá sér nýtt lag tileinkað börnum sínum

Rúnar Eff sendir frá sér nýtt lag tileinkað börnum sínum

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff birti um helgina nýtt lag sem hann samdi til barna sinna á Facebook síðu sinni. Lagið heitir Everyday Dad.

Rúnar hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður og trúbador á Akureyri. Börn hans Unnar og Heiðrún fluttu nýlega til Svíþjóðar og er nýja lagið tileinkað þeim.

„Fyrir stuttu síðan fluttu krakkarnir mínir til Svíþjóðar og verða þar allavega næsta árið. Ég vissi svosem alveg að það yrði erfitt að kveðja, en aldrei trúað því hvað það myndi hafa mikil áhrif á mig. Hér er lítið lag sem èg samdi til þeirra. Lagið heitir “Everyday dad”
Elska ykkur Unnar & Heiðrún,” skrifar Rúnar á Facebook síðu sína.

Rúnari Eff má fylgja á Instagram, Snapchat og Twitter undir notandanafninu runareff.

Sjá einnig:

Rúnar Eff tekur frábæra ábreiðu af lagi Michael Jackson

Myndband: Klæddi sig upp sem Rúnar Eff á öskudaginn

UMMÆLI