Ruslaverum á Akureyri stolið

Ruslaverum á Akureyri stolið

Listakonan Jónborg Sigurðardóttir hefur búið til svokallaðar ruslaverur sem sést hafa á ruslatunnum víða um Akureyri undanfarið ár. Núna hefur tveimur af verunum verið stolið. Fjallað var um málið á vef RÚV.

Jónborg segir í samtali við fréttastofu RÚV að hún harmi þjófnaðinn en líti samt á hann sem ákveðinn heiður. Hún segir að markmiðið með ruslaverunum sé það að fá fólk til þess að henda rusli í tunnurnar og gefa verunum að borða.

Jónborg hefur tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu en vonast til þess að verunum verði skilað.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó