SA unnu síðasta leikinn sinn í EvrópukeppninniMynd: Siggi Sig.

SA unnu síðasta leikinn sinn í Evrópukeppninni

SA Víkingar unnu 3:2 sigur í dag gegn spænska liðinu Txuri Urdin í lokaleik sínum í C-riðli 2. umferðar Evrópubikarsins í Riga í dag. SA Víkingar, sem jafnframt eru íslandsmeistarar í íshokki luku keppni í þriðja sæti riðilsins með 3 stig en það eru liðin Donbass frá Úkraínu og Kurbads Riga frá Lettlandi sem munu berjast um efsta sæti riðilsins síðar í dag.

SA vann alla þrjá leiki sína í 1. umferð keppninnar í Búlgaríu fyrr í mánuðinum en þetta er jafnframt þeirra fyrsta Evrópukeppni. Aldrei hefur íslenskt lið í íshokki náð jafn langt í keppninni og SA og því um sögulegt afrek að ræða. UMFK Esja lék í sömu keppni fyr­ir ári og hafði þá eitt stig upp úr sín­um þrem­ur leikj­um.

Í leiknum í dag kom Hafþór Sigrúnarson SA yfir í öðrum leikhluta. Juan Munoz jafnaði met­in fyr­ir Tx­uri Ur­d­in und­ir lok ann­ars leik­hluta og staðan því 1:1. Jussi Sippon­en kom SA í 2:1 í upp­hafi þriðja leik­hluta og Jó­hann Leifs­son tvö­faldaði for­ystu SA, fimmtán mín­út­um fyr­ir leiks­lok. Mart­ins Jakov­leves skoraði fyrir Spán fimm mín­út­ur fyrir leikslok en lengra komust liðsmenn Tx­uri Ur­d­in ekki og loka­töl­ur því 3:2 fyr­ir SA.

Þetta er sögulegur árangur í íshokki á Íslandi og fyrir Skautafélag Akureyrar. Til hamingju SA-Víkingar!

Sjá einnig: 

SA vann riðilinn í Evrópukeppninni – Sögulegt afrek í íshokkí á Íslandi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó