Sænska Idol á Íslandi og Birkir verður kynnir samkvæmt tilkynningu TV4

Sænska Idol á Íslandi og Birkir verður kynnir samkvæmt tilkynningu TV4

Í tilkynningu frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að Idol keppnin þar í landi verði haldin á Íslandi á næsta ári og að Birkir Blær verði nýr kynnir í þáttunum. Birkir sigraði keppnina á síðasta ári.

„Nú getum við loksins staðfest að Idol þessa árs verður skipt út fyrir nýtt verkefni, Idol Ísland! Eftir velgengni síðasta árs fer prufuferðalag 2022 alfarið af stað frá Íslandi en keppnistímabilið er í höndum hins eina og sanna Idol sigurvegara Birkis Blæs!“ segir í tilkynningu sjónvarpsstöðvarinnar.

Glöggir lesendur hafa þó ekki gleymt því hvaða dagur er í dag, 1. apríl, alþjóðlegur gabb-dagur. Flestar athugasemdir við þessa undarlegu tilkynningu minna á það hvaða dagur er í dag. Það verður því að teljast ansi ólíklegt að það rætist úr þessu ævintýri í bili.

Sambíó

UMMÆLI