Sæþór Olgeirsson til KA

 

 

KA menn eru byrjaðir að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar. Húsvíkingurinn Sæþór Olgeirsson skrifaði undir 2 ára saming við félagið í dag en hann kemur frá Völsungi.

Sæþór er 19 ára gamall framherji sem fór á kostum með Völsungi í sumar og skoraði 23 mörk í 21 leik og endaði sem lang markahæsti leikmaður 2. deildarinnar. KA bindur miklar vonir við þennan bráðefnilega leikmann.

Sæþór verður því 5. húsvíkingurinn í leikmannahópi KA næsta sumar en fyrir eru hjá liðinu bræðurnir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir ásamt Elfari Árna Aðalsteinssyni og Ásgeiri Sigurgeirssyni.

UMMÆLI