Veitingastaðurinn vinsæli Saffran mun opna á Norðurtorgi á Akureyri í maí á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net.
Bjarni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Saffran, segir í samtali við Akureyri.net að það hafi verið lengi í skoðun að opna Saffran stað á Akureyri og þegar þeim bauðst að opna á Norðurtorgi hafi verið ákveðið að slá til.
„Við vitum að Akureyringar eru með mikið og gott íþróttastarf og við hjá Saffran leggjum mikla áherslu á hollan og næringarríkan mat sem stendur með fólki í amstri dagsins. Við erum því mjög spennt að geta aukið framboð og fjölbreytni á heilsusamlegum mat fyrir fólk á Norðurlandi,“ segir Bjarni í samtali við Akureyri.net þar sem má finna ítarlega umfjöllun um opnunina.
UMMÆLI