Safnar fyrir börn með sykursýki

Safnar fyrir börn með sykursýki

Í dag, 14. nóvember, er alþjóðlegur dagur sykursjúkra. Ingibjörg Óladóttir hefur verið með sykursýki, týpu 1, í um 30 ár, eða frá því að hún var sex ára. Hún hefur nú hafið sölu á svokölluðum „Popsocket’s“, aukahlut sem fer aftan á síma, til styrktar sykursjúkum börnum.

Hún hannaði merki og lét framleiða fyrir sig. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint til Dropans – styrktarfélag barna með sykursýki. Ingibjörg segir að hún hafi sérstaklega beðið um að peningurinn færi í sumarbúðir fyrir sykursjúk börn.

„Ég hafði ekki tækifæri að fara í sumarbúðir fyrir sykursjúka sem barn en vann eitt sumarið sem leiðbeinandi í þessum sumarbúðum , og það sem þetta gerði mikið fyrir mig að sjá og finna að maður er ekki einn í þessu landi eða heimi með sykursýki týpu 1. Á þeim tíma var Facebook ekki búið að ná vinsældum eins og í dag og ekki mikið um samfélagsmiðla, og þá þekkti ég engan með sykursýki týpu 1. Í sumarbúðunum kynntist ég einni stúlku á mínum aldri og höfum við enn samband við hvor aðra í dag. Ég kynntist öðrum heimi í sumarbúðunum, þar sem allir eru eins og með sama markmiðið, þetta er staður og stund sem mér finnst að öll sykursjúk börn með týpu 1 ættu að fá að upplifa og kynnast þá einnig örðum börum í sömu sporum.“

„Ég hef alltaf sagt að þú veist ekki hvernig er að vera með sykursýki nema upplifa það sjálfur. Sykursýkis “ grín“ og brandara eru bara ekki eins ef maður er með sykursýki en ekki , mig langaði bara að láta gott af mér leiða og ég hannaði þetta merki og létt prenta það á svona popsocket. og er að selja hann á 1000kr stk og svo er 200kr sendingarkostnaður, allur ágoði rennur beint til Dropans.“

Hægt er að panta hjá Ingibjörgu í gegnum Facebook-síðu hennar.


UMMÆLI

Sambíó