Listasafnið gjörningahátíð

Sagnalist segir sögu norsku skíðaherdeildarinnar í Hlíðarfjalli

Sagnalist segir sögu norsku skíðaherdeildarinnar í Hlíðarfjalli

Í nýjum hlaðvarpsþætti af Sagnalist með Adda & Binna fjalla þeir félagar um norska skíðaherdeild sem þjálfaði breska og ameríska hermenn í vetrarhernaði í Hlíðarfjalli á stríðsárunum. Herdeildin hélt til á Hrappstöðum í Kræklingahlíð ofan Akureyrar. Addi og Binni rekja slóðir herdeildarinnar í fjallinu, segja frá heræfingum og lýsa áhugaverðum gripum sem hermennirnir skildu eftir í fjallshlíðinni í stríðslok.

Þátturinn „Norska skíðaherdeildin í Hlíðarfjalli“ er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.

UMMÆLI

Sambíó