KIA

Sakar þjálfara Þórs um rasismaDamachoua við æfingar í Boganum á Akureyri

Sakar þjálfara Þórs um rasisma

Jordan Damachoua, fyrrum leikmaður knattspyrnuliðs Þórs á Akureyri, ásakaði Þorlák Árnason, þjálfara Þórs liðsins, um kynþáttafordóma í garð sín í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Damachoua gekk til liðs við Þór fyrr á árinu en hefur nú yfirgefið liðið og samið við KF. Damachoua er fæddur og uppalinn í Frakklandi en hann flutti fyrst til Íslands fyrir fjórum árum síðan.

„Á æfingasvæðinu og á fundum þá gerði hann grín að Afríku og gagnvart mér. Hann talaði um að ég væri afslappaður eða hægur eins og aðrir Afríkubúar. Á einum fundinum bendi hann á brotna hurð og sagði: ‘Damak, þessi hurð er eins og hurðirnar í Afríku’. Því hurðin var brotin. Hann sagði þetta fyrir framan alla og leikmennirnir voru í sjokki. Hann talaði svo um að ég væri þannig manneskja sem væri líkleg til þess að stela. Ég sagði við hann að ég þekki fólk sem myndi slá hann fyrir svona ummæli,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu við Fótbolta.net í gær en viðtalið í held má nálgast hér.

Þorlákur Árnason hefur hafnað ásökunum Damachoua.

„Ástæða þess að nokkrir af þeim erlendu leikmönnum sem hafa verið í Þór sumar, hafa ekki spilað meira en raun er hefur ekkert með þjóðerni að gera. Félagið ákvað að hefja uppbyggingu á nýju liði sem er ungt að árum og ætlunin var að fá öfluga aðkomumenn til að gera liðið sterkara. Sumir af þessum aðkomumönnum hafa styrkt liðið og aðrir ekki eins og gengur og gerist. Af hverju ætti þjálfari að sækja leikmenn frá ólíkum menningarheimum ef að viðkomandi aðili bæri ekki virðingu fyrir þeirri menningu? Það er gríðarlega alvarlegt að ásaka aðra manneskju um rasisma. Ef það væri eitthvað sannleikskorn í því þá myndi ég sennilega taka því ílla,“ skrifar Þorlákur á Facebook en færslu hans má sjá í heild hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó