Samkeppni um nafn á nýju vatnsrennibrautinni á Húsavík

Samkeppni um nafn á nýju vatnsrennibrautinni á Húsavík

Ný vatnsrennibraut rýs nú við Sundlaug Húsavíkur og hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um nafn brautarinnar.

Vinningshafi mun hljóta árskort fyrir sig og fjölskyldu sína og að auki fá að fara fyrstu ferðina niður vatnsrennibrautina.

Skilafrestur á tillögum að nafni er 7. desember og mun sveitarstjórn Norðurþings velja úr innsendum tillögum á sveitarstjórnarfundi 11. desember.

Tillögur skulu sendar á netfangið nordurthing@nordurthing.is merktar „Rennibraut“.

Unnið að uppsetningu vatnsrennibrautarinnar. Mynd: 640.is

Sambíó

UMMÆLI