Samorkuþing er nú haldið í Hofi

Samorkuþing er nú haldið í Hofi á Akureyri. Hátt í 500 manns sækja þessa ráðstefnu um málefni orku- og veitufyrirtækja. Samorkuþing er haldið á þriggja ára fresti. Það er stærsti vettvangurinn fyrir orku- og veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.

Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um loftslags- og umhverfismál. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði gesti við upphafi þingsins í morgun.

Dagskráin er afar fjölbreytt en hana má kynna sér á heimasíðu Samorkuþingsins. M.a. er fjallað um orkuskipti og aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Einnig er fjallað er um öryggi þjónustunnar sem orku- og veitufyrirtæki bjóða svo fátt eitt sé nefnt.

Á morgun, föstudag, ávarpar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, þingið og konur í orkumálum kynna nýja skýrslu um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum sem unnin er í samvinnu við Ernst & Young.

Ánægjuleg frétt sem tengist þessum málaflokki er að í gær kom til Akureyrar fyrsti metanstrætóinn sem bærinn hefur fest kaup á. Honum var ekið niður að Hofi í dag og hann sýndur ráðstefnugestum, þar á meðal umhverfisráðherra.

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skoðar nýjan metanstrætó Akureyrarbæjar.
Mynd:Akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó