Samræmt verklag um heimilisofbeldi

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra og Norðurþings um átak gegn heimilisofbeldi.

Verkefnið sem er átaksverkefni gegn heimilisofbeldi hefst með deginum í dag og mun standa í eitt ár. Árangur verður svo metinn eftir þann tíma. Nú er allt umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandri eystra komið undir sama verklag í heimilisofbeldismálum en áður höfðu Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð undirritað samskonar samstarfsyfirlýsingu við lögregluembættið.

Í tilkynningu lögreglunnar segir: „Saman munum við vinna að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðras em geta lagt verkefninu lið. Ánægjulegt er að Norðurþing hafi bæst í hópinn.“

„Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili og nálgunarbann.“

„Í heimilisofbeldismálum er mikilvægt að grípa inn í strax í upphafi máls þegar lögregla er kölluð til, því þar gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á framhald málsins. Þar opnast „glugginn“ til að aðstoða þolendur og gerendur svo og að taka málið föstum tökum og koma í veg fyrir ítrekuð brot. Rannsóknir sýna að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi upplifa sálrænt áfall og sýna sömu einkenni kvíða og þunglyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Lífsreynsla sem þessi fylgir börnum ævina á enda. Hætt er á að án utankomandi hjálpar geti hún valdið langvinnum erfiðleikum fyrir einstaklinginn.“

Með átakinu er áætlunin að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að ofbeldi á heimilum sé ekki liðið. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó