Nýuppgerð Deigla verður vígð með sýningu listakvennanna Gló Ingu og Grétu Berg með haf þema. Á sýningunni verða fjölbreytt listaverk um töfraveröld hafsins og listakonurnar bjóða upp á stundir til að staldra við, njóta og tengjast sjálfum sér í gegnum listina
Listakonurnar Gló Inga og Gréta Berg sýna náttúrutengd handverk og myndlist. Sýningin sameinar málverk og listmuni sem tengjast hafinu, jörðinni og ímyndunaraflinu.
Hafmeyjur – Töfraverur – Steinar – Englar – Málverk
Fjölbreytt og skapandi verk þar sem náttúran og sköpunin mætast.
Rými fyrir hugleiðslu, frið og jafnvægi – listakonurnar bjóða upp á stundir til að staldra við, njóta og tengjast sjálfum sér í gegnum listina.
Sýningin opnar kl. 14 sunnudaginn 15. Júní og verður opin daglega til 22. Júní, frá 12.00 – 17.00
UMMÆLI