Samúelssynir tóku gull og silfurViktor er Íslandsmeistari Mynd: Kraftlyftingasamband Íslands

Samúelssynir tóku gull og silfur

Bræðurnir Viktor og Örvar Samúelssynir enduðu í efstu tveimur sætunum í 105 kg flokki á Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina.

Vikt­or lyfti 275 kíló­um í hné­beygju, 195 í bekkpressu og 300 í rétt­stöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 770 kílóum sem var það hæsta á mótinu og skilaði honum 79,7 stigum og Íslandsmeistaratitli. Örvar endaði í öðru sæti með 64,4 stig.

Önnur úrslit á mótinu má finna á vef Kraftlyftingasambands Íslands með því að smella hér.


UMMÆLI