Listasafnið gjörningahátíð

Samvera og hreyfing í fjölskyldutímum í Íþróttahöllinni – Fyrsti tíminn á sunnudaginnLjósmynd: Akureyrarbær

Samvera og hreyfing í fjölskyldutímum í Íþróttahöllinni – Fyrsti tíminn á sunnudaginn

Íþróttabærinn Akureyri býður uppá fjölskyldutíma í Íþróttahöllinni á völdum sunnudögum fram í desember. Fjölskyldutímarnir eru ætlaðir börnum og ungmennum á grunnskólaaldri, systkinum þeirra og forráðamönnum, til eiga saman góða samveru. Tímarnir eru í umsjón íþróttafræðinga en börn þurfa að vera í fylgd forráðamanna. Þetta segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Aðgangur í tímana er ókeypis.

Fyrsti tíminn verður á sunnudaginn 6. október næstkomandi kl. 09:30-11:00. Næstu tímar eru 13. október, 27. október, 3. nóvember, 24. nóvember og 8. desember. Frekari upplýsingar er finna á Facebook síðunni Heilsueflandi Akureyri á iði.

UMMÆLI