Prenthaus

Sandra María í landsliðshópnum sem mætir Færeyjum og Slóveníu

Sandra María Jessen er í landsliðshóp Íslands sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM í næsta mánuði.

Sandra er í augnablikinu á láni hjá tékkneska liðinu Slavia Prag frá Íslandsmeisturum Þór/KA. Hún hefur skorað 6 mörk í 24 landsleikjum fyrir Íslands hönd.

Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir úr Þór/KA eru ekki í hópnum að þessu sinni en þær hafa verið að stíga sín fyrstu skref með A landsliðinu undanfarið og voru báðar í hópnum sem tók þátt í Algarve mótinu í Portúgal í síðasta mánuði.

Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir sem spilar með LB07 í Svíþjóð er á sínum stað í hópnum.

Íslenska liðið mætir Slóveníu föstudaginn 6 apríl og mætir svo Færeyjum 10. apríl. Báðir leikirnir verða á útivelli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó