Sandra María með Íslandi á EM

Sandra María með Íslandi á EM

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen sem spilar með Þór/KA er í lokahópi A-landsliðs Íslands fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta í næsta mánuði. Sandra sem hefur leikið 53 landsleiki var einnig í íslenska hópnum á EM í Hollandi árið 2017.

Áður en Sandra heldur til móts við landsliðið mun hún spila tvo leiki með Þór/KA í Bestu deildinni gegn Breiðabliki 16. júní og Víkingi 21. júní. Eftir það verður gert hlé á Bestu deildinni.

Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða 2., 6. og 10. júlí. Fyrir mótið mætir Ísland Serbíu í æfingaleik.

Hér má sjá íslenska hópinn í heild sinni.

UMMÆLI