„Sárnar alltaf þegar talað er illa um Akureyri í þau fáu skipti sem það er gert“

„Sárnar alltaf þegar talað er illa um Akureyri í þau fáu skipti sem það er gert“

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju er nýjasti viðmælandinn í viðtalsröð á Facebook-síðu Akureyrarbæjar. Svavar er fæddur og uppalinn á Akureyri. Eftir viðkomu í Reykjavík, Þýskalandi og Ólafsfirði flutti hann aftur til Akureyrar árið 1995 með eiginkonu sinni og börnum og hefur verið hér síðan.

„Við vissum bæði að það væri mjög gott að vera hérna og það hefur gengið eftir,“ segir hann.

Sjá einnig: Þegar ég kom út úr skápnum

Svavar segist vera svo heppinn að hafa, í gegnum starf sitt sem prestur, fengið að kynnast og tengjast fjölmörgum Akureyringum, bæði á mestu gleðistundum og erfiðustu tímamótum í lífi fólks.

„Mér þykir mjög vænt um þetta samfélag og sárnar alltaf þegar talað er illa um Akureyri í þau fáu skipti sem það er gert. Auðvitað má gagnrýna þetta samfélag fyrir margt, en maður lítur á þetta sem fjölskyldu því maður þekkir svo marga og hefur fengið að taka þátt í svo mörgu. Fyrir það er maður náttúrulega óendanlega þakklátur,“ segir Svavar Alfreð Jónsson.

Viðtalið við Svavar má sjá í heild sinni hér að neðan, á Facebook-síðu Akureyrarbæjar. Þar fer hann meðal annars yfir áhuga sinn á ljósmyndun, matargerð og jólaundirbúninginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó