Segir að bæjarfulltrúar hafi beðið Þór um að leggja niður handbolta

Segir að bæjarfulltrúar hafi beðið Þór um að leggja niður handbolta

Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið hæstráðendur hjá Þór að legga niður handboltadeild félagsins vegna aðstöðuleysis. Þetta segir Árni í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs.

„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn,“ skrifar Árni.

Árni segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Hann segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur.

Pistil Árna má lesa í heild sinni með því að smella hér.

UMMÆLI