Prenthaus

Segir ástandið á Sjúkrahúsinu á Akureyri vera mjög þungt

Segir ástandið á Sjúkrahúsinu á Akureyri vera mjög þungt

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir mjög þungt ástand vera á sjúkrahúsinu á Akureyri um þessar mundir. Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví, einangrun eða með börn heima í sóttkví. Hildigunnur segir að þrátt fyrir að aðeins einn sjúklingur liggi nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri sé mikill viðbúnaður vegna faraldursins sem hafi áhrif á aðra starfsemi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

,,Eins og staðan er núna þá erum við með mjög lítið af valaðgerðum í gangi vegna þess að aðstæður leyfa það bara ekki í dag. En ef það kæmi hér enn stærri bylgja, þyrftum við náttúrulega að stöðva ennþá meiri þjónustu. Þá erum við farin að snúa okkur að göngudeildarþjónustu og fara bara inn í bráðastarfsemina alveg. Og að halda áfram að færa fólk á milli eininga þannig að við getum sinnt þessum sem mest veikir eru,“ segir Hildigunnur við RÚV.

Allar legudeildir sjúkrahússins eru fullar og Hildigunnur segir neyðarstig, bæði hjá almannavörnum og Landspítalanum, einnig hafa áhrif. Tekið hefur verið við sjúklingum frá Landspítalanum sem hefur áhrif á þjónustuna. Þá hafi starfsfólk verið sent til Landspítalans.

Sambíó

UMMÆLI