Segir lest á Íslandi vera of dýra í framkvæmd:„Ég elska lestir, en við þurfum styttri vegalengd, fleira fólk og sléttara land “

Segir lest á Íslandi vera of dýra í framkvæmd:„Ég elska lestir, en við þurfum styttri vegalengd, fleira fólk og sléttara land “

Líflegar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna hugmynda Jóns Gnarr um lest á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Jón hefur skrifað um hugmyndina á Twitter með myllumerkinu #lestarflokkurinn.

Sjá einnig: Jón Gnarr segir að það sárvanti lest á milli Akureyrar og Reykjavíkur: „Plís getum við farið að skoða þetta“

Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er einn af þeim sem hefur blandað sér í umræðuna sem hann telur vera óraunhæfa.

Samkvæmt útreikningum Friðjóns þyrfti að selja hverja ferð í lest á milli staðanna á 41 þúsund krónur bara til þess að borga lága vexti af framkvæmdum við gerð lestarinnar. Þá eigi eftir að kaupa vagna, borga laun, kaupa veitingar og fleira.

„Ég elska lestir, en við þurfum styttri vegalengd, fleira fólk og sléttara land til að þetta gæti fræðilega, mögulega gengið upp. Kv. leiðinlegi kallinn,“ skrifar Friðjón.

Hagfræðingurinn Konráð Guðjónsson, telur að útreikningar Friðjóns séu þó enn bjartsýnir, hann telur að líklegra sé að lestarmiðinn myndi þurfa að kosta um 219 þúsund krónur til þess að standa undir kostnaði.

„Veit ekki með ykkur en mig langar frekar til t.d. Tansaníu eða Tælands báðar leiðir og eiga smá afgang fyrir gistingu heldur en one way ticket til Akureyrar,“ skrifar Konráð á Twitter.

UMMÆLI

Sambíó