Segir nauðsynlegt að efla Akureyrarflugvöll

Segir nauðsynlegt að efla Akureyrarflugvöll

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Norðausturkjördæmis segir að uppbygging Akureyrarflugvallar sé mikilvæg í kjölfar heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í viðtali við hann á sjónvarpsstöðinni N4.

Hann segir að það geti vel verið að ferðamenn sæki frekar í fjölbreytni og fámennið í kjölfar Covid-19.

„Byggðagleraugun þurfa alltaf að vera uppi, sérstaklega núna þegar verið er að taka gríðarlega stórar ákvarðanir í tengslum við afleiðingar faraldursins,“ segir Logi Már.

Rætt verður við Loga Má í sjónvarpsþættinum Landsbyggðum á N4 annað kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20:30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó