Segir uppbyggingu Akureyrarflugvallar mikilvæga

Segir uppbyggingu Akureyrarflugvallar mikilvæga

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, skorar á ríkisstjórn Íslands og Isavia að setja kraft í uppbyggingu Akureyrarflugvallar í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Hún segir að uppbygging vallarins sé mikilvæg til þess að opna aðra alvörugátt inn í landið. Ljóst sé að ferðafólki sem kemur til Íslands muni fækka umtalsvert á næstu mánuðum eftir gjaldþrot WOW. Þetta muni hafa veruleg áhrif á landsbyggðinni þar sem fyrirtæki eru viðkvæm fyrir sveiflum.

„Það þarf fleiri gátt­ir að Íslandi og rök­rétt er við nú­ver­andi aðstæður í flug­mál­um að ráðist verði í það án taf­ar að stækka flug­stöðina á Ak­ur­eyri og stuðla á sama tíma að hag­stæðum aðstæðum til milli­landa­flugs til og frá Ak­ur­eyri. Það er fljót­leg og í raun hag­kvæm leið til að milda áhrif­in af fyr­ir­sjá­an­leg­um sam­drætti í ferðaþjón­ust­unni sem er nú um stund­ir stærsti at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar. Stuðning­ur við markaðssetn­ingu á nýj­um flug­leiðum í gegn­um Flugþró­un­ar­sjóð og jöfn­un eldsneyt­is­kostnaðar skipta þar höfuðmáli. Þar fyr­ir utan er það óumflýj­an­legt ör­yggis­atriði að það séu fleiri en ein leið greiðfær­ar til og frá land­inu ef Kefla­vík­ur­flug­völl­ur tepp­ist til að mynda vegna nátt­úru­ham­fara,“ skrif­ar Ásthild­ur í Morgunblaðinu.

Hún seg­ir að Akureyrarfluvöllur sé ekki byggður til þess að taka á móti hátt í 200 ferðamönnum í einu og þar skap­ist fljótt ófremd­ar­ástand vegna þrengsla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó