Segir Vaðlaheiðargöng hafa skipt sköpum í sjúkraflutningum

Segir Vaðlaheiðargöng hafa skipt sköpum í sjúkraflutningum

Eysteinn Heiðar Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Þingeyjarsýslum, segir að Vaðlaheiðargöng hafi stóraukið öryggi fólks austan Vaðlaheiðar. Göngin hafi skipt sköpum í sjúkraflutningum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í Vikudegi.

Sjá einnig: Sjúkrabílar farið sex ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng – Þegar farin að auka öryggi íbúa

Þar segir Eysteinn að af tæplega 500 sjúkraútköllum á Húsavík á árinu hafi sjúkrabílar farið með fólk í rösklega 300 tilvika á Sjúkrahúsið á Akureyri. Göngin skipti þar sköpum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

Hann segir að að hann hafi ekki nákvæma tölu en að það láti nærri að sjúkrabíll fari frá Húsavík til Akureyrar í gegnum göngin að jafnaði einu sinni á dag, allt árið.

Auk þess hafi Vaðlaheiðargöng tryggt aukið flæði sérhæfðs starfsfólks á milli stofnana innan Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og stuðlað þannig að betri þjónustu, bæði austan og vestan ganganna.

UMMÆLI