Seldu bleik skóhorn og færðu Krabbameinsfélaginu 188 þúsund krónur

Seldu bleik skóhorn og færðu Krabbameinsfélaginu 188 þúsund krónur

Eins og við greindum frá hér á Kaffinu á síðasta ári var Bleikur október tekinn alla leið hjá Blikkrás á Akureyri árið 2019. Starfsfólk staðarins klæddist bleiku allan mánuðinn og 2000 krónur af hverju seldu bleiku skóhorni fóru til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Sjá einnig: Bleikur október tekinn alla leið hjá Blikkrás

Nú hefur Blikkrás afhent Krabbameinsfélaginu 188 þúsund krónur sem söfnuðust vegna sölu á bleiku skóhornunum.

Helga Eymundsdóttir starfsmaður Blikkrásar færði Halldóru Björg Sævarsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis upphæðina.

UMMÆLI