Selur í Bótinni – myndband

Selur í Bótinni – myndband

Fyrr í dag fékk Kaffið sent myndband frá Akureyrarhöfn af sel við smábátahöfnina í Bótinni. Á myndbandinu sést hvernig selurinn hvílir sig á ísilagðri höfninni áður en hann mjakar sér áfram og stingur sér til sunds.

Af myndbandinu að dæma virðist þetta vera landselur en er það algengasta tegundin við strendur Íslands. Þá má sjá allt árið um kring en þó halda þeir sig sérstaklega við Norðvesturland.

Lesa má meira um landseli á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar, en myndbandið af selnum er hér fyrir neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó