Krónan Akureyri

Serena hættir með Orðakaffi

Serena hættir með Orðakaffi

Serena Pedrana, sem hefur rekið Orðakaffi í Amtsbókasafninu á Akureyri mun hætta með starfsemi kaffihússins í lok júlí næstkomandi. Serena segir að hún muni loka kaffihúsinu 29. júlí næstkomandi og að í augnablikinu séu ekki önnur áform um framtíð staðarins. ekki vita hver framtíð ítalska kaffihússins sé en að hún muni hætta á staðnum 29. júlí næstkomandi.

Orðakaffi opnaði árið 2016 og hefur verið starfrækt í um fimm og hálft ár.

„Það tekur á að skrifa þessa færslu. Ég get bókstaflega ekki fundið réttu orðin. Þetta hefur verið ótrúlegt verkefni og ævintýri fyrir mig. Ég er stanslaust að vaxa og þroskast og því miður er komið að því að loka Orðakaffi. Ég ætla að hugsa um sjálfa mig og eiginmann minn núna, það hefur ekki verið í forgangi undanfarin ár,“ skrifar Serena í tilkynningu á Facebook-síðu Orðakaffis.

Sambíó

UMMÆLI

Ketilkaffi