Sérfræðingar Domino’s leysa ráðgátuna á Akureyri

Sérfræðingar Domino’s leysa ráðgátuna á Akureyri

Dularfullt hljóð sem heyrst hefur á Akureyri hefur vakið athygli undanfarið. Margar tilgátur eru til um hvað valdi hljóðinu en engin þeirra hefur verið staðfest enn.

Sjá einnig: 36 prósent segjast hafa heyrt hljóðið dularfulla

Sérfræðingar pítsufyrirtækisins Domino’s segjast vera búnir að leysa ráðgátuna í nýrri auglýsingu.

„Um er að ræða viðvarandi garnagaul sem berst um bæinn. Við hvetjum alla svanga bæjarbúa til að renna við hjá okkur í Undirhlíðinni og ráða bót á þessari plágu. Saman getum við öðlast frið á ný!“


Goblin.is

UMMÆLI


Goblin.is