Listasafnið gjörningahátíð

Setti Íslandsmet í hnébeygjuMynd: KA

Setti Íslandsmet í hnébeygju

Alex Cambray Orrason setti Íslandsmet í hnébeygju á bikarmótinu í kraftlyftingum um helgina. Gekk mótið að sögn Lyftingardeildar KA mjög vel og stendur Íslandsmetið upp úr þar sem Alex náði að lyfta 360,5 kg. í 105 kg. flokki.

Árið 2013 náði Viktor Samúelsson fyrstur manna 300 kg. í hnébeygju í þessum flokki á Íslandi. Einar Örn Guðnason síðan náði því meti og hélt áfram að bæta metið þar til árið 2018 þegar hann lyfti 360 kg.

Alex var einnig stigahæsti keppandinn með 90,3 stig. En stigahæsti keppandinn í kvennaflokki var Aníta Rún Bech Kajudóttir sem er einnig úr KA, en hún var með 59,3 IPF GL stig.

UMMÆLI

Sambíó