KIA

Setuliðsmenn við leik og störf í Glerárgili

Setuliðsmenn við leik og störf í Glerárgili

Glerá er samofin sögu setuliðsins á Akureyri á stríðsárunum frá Glerárdal, um Glerárgil og niður á Gleráreyrar. Setuliðsmenn stunduðu skot- og sprengjuæfingar í Dalnum. Efra- og Neðra-Glerárgil geyma sögur um dvöl þeirra við leik og störf í gilbörmum og klettum Gilsins. Stór kampur var þar sem Glerártorg er í dag.

Skemmtilegar ljósmyndir frá stríðsárunum koma upp í hugann þegar gengið er yfir rauðu stálbrúna við Glerá sunnan Glerárskóla. Myndirnar sem eru af breskum setuliðsmönnum eru teknar seinni hluta sumars eða haustið 1940. Á myndunum má sjá setuliðsmenn leggja rafmagnskapal í gilinu, sjóða vatn og fylla vatnstank á trukki. Þá er greinilegt að hermennirnir hafa þvegið sér í Gleránni. Á einni myndinni má sjá þá hálfnakta með skilti fyrir framan sig sem á stendur washing to be done here. Myndirnar má skoða hér.

Auk þess að hafa tekið myndir á Íslandi, festi ljósmyndarinn sem tók myndirnar í Glerárgili atburði seinni heimsstyrjaldarinnar á filmu fyrir breska herinn í Frakklandi, Egyptalandi og Þýskalandi. Hann kemur við sögu í nýjum þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Leyndardómar Hlíðarfjalls sem fer í loftið föstudaginn 3. desember. Sagnalist framleiðir þættina í samstarfi við Grenndargralið.

Sambíó

UMMÆLI