Sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19

Sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19

Sex einstaklingar eru nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Þrír einstaklingar voru lagðir inn á Sjúkrahúsið um helgina. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu, segir í samtali við RÚV að róðurinn sé þungur. Hann segir að þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu vegna Covid sé þar þó þétt setið af öðrum orsökum.

114 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra og 146 eru í sóttkví.

UMMÆLI

Sambíó