Sex Íslandsmeistaratitlar og þrjú Íslandsmet til KA

Sex Íslandsmeistaratitlar og þrjú Íslandsmet til KA

Íslandsmeistaramót Kraftlyftingasambands Íslands fór fram hjá lyftingadeild Stjörnunnar í Miðgarði í Garðabæ á laugardag. KA átti sjö keppendur á mótinu, sex karla og eina konu. Þetta var í fyrsta skiptið sem KA sendir keppendur á kraftlyftingamót í ára raðir.  

Keppt var í þyngdarflokkum bæði í klassískum kraftlyftingum og búnaðarlyftingum. Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig. 

KA stofnaði lyftingadeild 24 mars 2022 og verður deildin því eins árs í lok mánaðarins. Samkvæmt reglum Kraftlyftingasambands Íslands er óheimilt að hafa félagsskipti nema um áramót og var þetta því í fyrsta skiptið sem iðkendur deildarinnar gátu keppt í kraftlyftingum undir merkjum félagsins.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu KA.

Sambíó

UMMÆLI