Sex leikmenn heim til Þórsara í sumarMynd: Facebook-síða Þórs

Sex leikmenn heim til Þórsara í sumar

Á föstudaginn var stór dagur hjá handbolta deild Þórs. Liðið fékk tvo nýja leikmenn og þá skrifaði Gunnar Líndal Sigurðsson undir sem aðstoðarþjálfari fyrir veturinn.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir á föstudaginn eru Ólafur Atli Malmquist Hulduson og Bergvin Þór Gíslason. Þetta eru fimmti og sjötti leikmaðurinn í sumar sem snýr aftur í Handboltadeild Þórs eftir að hafa verið að spila annarsstaðar.

Ólafur kemur frá Fjölni þar sem hann hjálpaði þeim að koma upp um deild á síðasta tímabili. Bergvin hefur spilað með ÍR og Aftureldingu síðan 2017, en er kominn aftur í Þór.

Lesa eldri frétt: Bergvin yfirgefur Akureyri

Einnig hafa fjórir aðrir snúið aftur í liðið eftir að hafa verið að spila með öðrum liðum bæði erlendis og hérlendis. Það eru Oddur Gretarsson, Hafþór Már Vignisson, Þórður Tandri Ágústsson og Kristján Gunnþórsson.

Mynd: Getty/Tom Weller
Mynd: Facebook-síða Þórs

UMMÆLI

Sambíó