Sex með Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sex með Covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sex liggja nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19, þrír vegna Covid veikinda og þrír aðrir eru í einangrun með sjúkdóminn. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að veikindin séu ekki alvarlegt en erfiðlega gangi að manna spítalann. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað hratt á Norðurlandi eystra undanfarið en um 1650 eru í einangrun á svæðinu og þar af eru um 1200 á Akureyri.

Dregið hefur verið úr þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri en Sigurður E. Sigurðsson segir að spítalinn sé þó starfhæfur.

„Það bara endurspeglar þetta smit sem er í samfélaginu, það er mjög mikið. Við erum með um 50 starfsmenn sem eru forfallaðir í dag vegna covid og það sömuleiðis endurspeglar þetta mikla smit. En sem betur fer virðist þetta ekki leggjast eins þungt á fólk og í fyrri bylgjum,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu RÚV

UMMÆLI