beint flug til Færeyja

Síðuskóli orðinn að Réttindaskóla UNICEFMynd/Síðuskóli

Síðuskóli orðinn að Réttindaskóla UNICEF

Í gær varð Síðuskóli Réttindaskóli UNICEF við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru saman komin á sal til að hlýða á dagskrána í tilefni dagsins. Söngur og ræður nemenda og gesta gerðu stundina skemmtilega og fróðlega, segir á vef skólans. Unnur Helga Ólafsdóttir, verkefnastjóri UNICEF, afhenti Síðuskóla, frístundinni ásamt Undirheimum, staðfestingu á því að þau eru Réttindaskóli UNICEF, ásamt fána sem var dregin að húni í lok athafnar. Allir nemendur fengu svo ís í eftirrétt til að gera daginn enn eftirminnilegri.

Á vef skólans kemur fram hvað felst í nafnbótinni:

Réttindaskóli UNICEF (e. Child Right Schools) er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum eins og hann er iðulega nefndur, og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda. 
Þegar skóli gerist Réttindaskóli ákveður hann að skuldbinda sig við að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Skóli, frístundaheimili og félagsmiðstöð eru jafnir samstarfsaðilar í verkefninu og er það gert með það að markmiði að setja barnið sem einstakling í miðju verkefnisins. Vinna með Barnasáttmálann hefur bein áhrif á líf barna og er mikilvægt að sú vinna fljóti sem mest milli allra þeirra uppeldisstofnanna sem barnið sækir.

VG

UMMÆLI