fbpx

Sigmundur Davíð flytur lögheimili sitt til Akureyrar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrum forsætisráðherra, hefur flutt lögheimili sitt til Akureyrar. Rúv greinir frá þessu í dag en Sigmundur gerði slíkt hið sama fyrir Alþingiskosningarnar 2013 og skráði lögheimili sitt á eyðibýlinu Hrafnabjörg III. Sú lögheimilisskráning var kærð af Pétri Einarssyni, sem þá var annar á lista Flokk fólksins, stuttu eftir kosningarnar 2013 en ekkert var aðhafst í þeim málum. Bæjarráð Fljótdalshéraðs taldi það ekki hlutverk sveitarfélagsins að blanda sér í málið. Húsið var nýlega gert upp og er leigt út sem orlofshús en Sigmundur hefur aldrei búið þar, heldur á höfuðborgarsvæðinu.

Nú er lögheimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu skráð í Aðalstræti 6 í innbænum en húsið er í eigu Gerðar Jónsdóttur og Árna Friðrikssonar, foreldra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem skipaði 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi og komst á þing í sl. kosningum. Gerður, móðir Önnu Kolbrúnar, er jafnframt fyrrum formaður Landssambands Framsóknarkvenna.

Rúv greinir frá þessari lögheimilisskráningu og tekur fram að ekki náðist í Sigmund Davíð við gerð fréttarinnar.

 

UMMÆLI

PSA