Sigurður Brynjar með glæsilegan sigur í pílukasti

Sigurður Brynjar með glæsilegan sigur í pílukasti

Sigurður Brynjar Þórisson keppti fyrir hönd Þórs í pílukasti í úrslitaleik unglingamótaraðar ÍPS og Ping pong. Sigurður Brynjar, var í sviðsljósinu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þegar hann spilaði til úrslita í úrvalsdeild yngri spilara.

Sigurður Brynjar mætti Alexi Mána Péturssyni frá Pílufélagi Grindavíkur í úrslitum. Leikurinn hjá þeim yngri var styttri en í fullorðinsdeildinni og þurfti að vinna þrjá leggi til að vinna viðureignina.

Sigurður sigraði viðureignina eftir oddalegg, samtals 3-2. Flottur árangur hjá þessum unga Þórsara, sem fékk að launum drykki frá Fitness sport, píluspjald frá Bullseye og úttekt hjá Ping pong.

Sambíó

UMMÆLI